Hundasýning um helgina

Um helgina fer fram tvöföld hundasýning HRFÍ í Víðidal. Þar verða allnokkrir Border Terrier hundar sýndir. Á laugardag er ráðgert að þeir fari í dóm klukkan 12:20 og á sunnudag klukkan 11:12. Þeir sem hafa áhuga á tegundinn ættu endilega að gera sér ferð á sýninguna.

Af heimasíðu HRFÍ:

Helgina 21. – 22. júní mæta 1475 hreinræktaðir hundar af 86 hundategundum í dóm á tvöfaldri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningarnar eru haldnar undir beru lofti í Víðidal og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi. Áætlað er að úrslit hefjist 15:30 á laugardegi og 16:30 á sunnudegi og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

10 dómarar frá Svíþjóð, Íslandi, Danmörku, Írlandi, Ungverjalandi og Pólandi dæma í níu sýningarhringjum samtímis.

 

Rökkurdís á flugi

 

 

8.vikna

Ótrúlegt en satt, þá eru hvolparnir orðnir átta vikna! Ég trúi því varla og það er skrýtið að sjá á eftir þeim á ný heimili, þrátt fyrir að maður ætti að vera farin að venjast því. En mér sýnist á öllu að ég hafi verið ótrúlega heppin með heimili fyrir þessa kálfa og vonandi heldur allt áfram að ganga svona vel. Á föstudaginn fóru þeir allir til dýralæknis í skoðun og bólusetningu og komu afskaplega vel útúr því ekkert að athuga við neinn þeirra.

Þrír hvolpar eru farnir að heiman og því stefnir í heldur rólegri daga hér. Þau sem enn eru heima eru Kría og Fálki. Kría fer næsta föstudag en Fálki er en ekki kominn með heimili, þrátt fyrir talsverða fyrdirspurn. Ástæðan er kannski að einhverju leyti sú að ég vil helst hafa hann í Reykjavík eða nágrenni, því ég vil gjarnan sjá hann á sýningum í framtíðinni. Þá hef einnig fulla trú á að hann gæti orðið afbragðs veiði-/vinnuhundur ef út í það væri farið, enda kröftugur og skemmitlegur hvolpur. Hann fæddist minnstur en er það ekki lengur og fyrstur til að opna augun og fara upp úr kassanum. Meðan þessi orð eru rituð hvílir hann í fanginu á mér ásamt systur sinni, þeim þykir væntanlega frekar tómlegt hér eins og mér. 

Þeir sem vilja frekari upplýsingar um Fálka geta haft samband í gegnum joninasif hja gmail.comImage

Image

 

6. vikna

Nú eru hvolparnir orðnir sex vikna og styttist í að þeir fari að fara að heiman, sem er eiginlega ótrúlegt því mér finnst þeir svo ný fæddir. Þessa dagana taka þeir ótrúlega miklum þroska framförum og verða hundslegri með hverjum deginum sem líður. Góða veðrið síðustu daga hefur einnig lagast vel í þá, en þeir hafa fengið að vera mikið út sem þeim finnst ákaflega gott. Þá eruð þeir aðeins farnir að kynnast hinum hundunum á heimilinu, í návígi. Pálína er full mikill stuðbolti fyrir þá ennþá og sækja þeir meira í Bosse. Rán sinnir þeim ennþá ótrúlega vel og er mikil mamma.

Eins og er er einn rakki ólofaður. Endilega hafið samand hef þið hafið áhuga á að bæta einum snillingi við fjölskylduna. 

Síðan voru að bættast við fullt af myndum í myndaalbúmið 🙂

Image

Rökkurdís kom sá og sigraði!

Já sýningin um síðustu helgi gekk heldur betur vel.

 

Fyrstur til að fara inn í hringinn að þessu sinni var Marteinn, hann var í flottu formi og sýndi sig vel. Dómarinn Branislav Rajic frá Slóvakíu var mjög ánægður með hann og gaf honum excellent og meistara efni. Hann endaði svo sem annar besti rakki tegundar, með flottan dóm og var dómarinn sérstaklega ánægður með hreyfingarnar. Putti, mætti líka á sýninguna og var í flottu formi, en af einhverri ástæðu hafði hann ekki mikinn hug á því að sýna sig að þessu sinni. Hann fékk engu að síður flottan dóm og hrósaði dómarinn honum sérstaklega fyrir feldgerð og vinkla.

Pálína var líka í miklu stuði, þetta er í fyrsta sinn sem hún mætir á sýningu, ekki sem hvolpur. Dómarinn heillaðist mjög af henni og gaf henni afskaplega góða umsögn og sagði hana hafa þroskast vel, vera sterkbyggða, kvennlega með ákaflega fallegt höfuð og byggingu. Þá fannst honum feldurinn og hreyfingarnar vera til fyrirmyndar. Hreint útsagt frábær dómur fyrir 10 mánaða hund. Hún fékk einkunina excellent, meistaraefni og varastig til alþjóðlegsmeistara!

Þá ákvað ég að mæta með Rökkurdís í öldungaflokk en hún hefur ekki mætt á sýningu síðan 2009. Gamlan, sem er nú á níunda ári, var sko greinilega búin að fá sig fullsadda af því að fá ekki að taka þátt á sýningum! Það var ljóst frá því að við komum inn í sýningarhöllina að hún væri í stuði og það var ótrúlega gaman að mæta með hana aftur í hringinn enda er hún í frábæru formi og ekki að sjá að hún sé orðin þetta gömul. Dómarinn  átti ekki til orð yfir hana og sagði meðal annars í dómnum „Brilliant bitch in a brilliant condition“.

Rökkurdís gerði sér lítið fyrir og vann tegundina! Hún fór svo og keppti um besta hund í tegundarhópi 3 og vann það líka. En fékk því miður ekki sæti í Best in show en telst þó til 10 bestu hundana á þessari sýningu.

1780882_10152281035276565_67986308_n

4. vikna

Ég trúi varla að þetta sé satt! En jú hvolparnir eru orðnir 4. vikna og hafa þroskast vel. Þeir eru farnir að borða alvöru hundamat, en ekki drekka ekki bara mjólk og eru aðeins farnir að fá að fara upp úr hvolpa kassanum og vera hér frammi hjá okkur. Þeim heilsast öllum vel og bera þess öll merki að verða skemmtilegir einstaklingar í framtíðinni.

Rán er ennþá dugleg að sinna þeim og þrífur allt sem frá þeim fellur. Hún er nú líka stundum alveg til í að fá smá pásu enda eiga þeir það til að vera svolítið aðgangs harðir við hana.

Nýjar myndir eru komnar í myndaalbúmið.

 

Búnir að opna augun

Þá eru hvolpaskottin búin að opna augun og þá styttist í að friðurinn sé úti. Hvolparnir eru að dafna vel og Rán heldur áfram að standa sig vel í móðurhlutverkinu. Hún er þó farin að vera viljugri í að fara í göngutúra og leika aðeins við Pálínu á milli þess sem hún gefur spenna og þrífur hvolparassa.

Borið hefur á talsverðum áhuga fyrir gotinu, sem er virikilega jákvætt, enda snilldar hundar hér á ferð. Nú eru tveir hvolpar úr gotinu ólofaðir, rakki og tík, áhugasamir geta haft samband við mig í gegnum joninasif (hja) gmail.com