Gleðilegt nýtt ár

Nú er 2015 runnið upp og blikur á lofti um að árið verið virkilega spennandi.

Rán sem var pöruð með Sixten er farin að tútna út og við gerum ráð fyrir hvolpum í kringum 20 janúar. Henni hefur heilsast vel á meðgöngunni, orðin gráðugri í mat en venjulega en samt virkilega spræk, hoppar og skoppar.

Þá styttist líka í næstu sýningu sem fer fram dagana 28. feb -1.mars 2015, staðsetning hefur ekki verið auglýst en sýningin verður þó pottþétt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í sýningunni ættu að fara að huga að reytingu, svo feldurinn verði í topp standi á sýningunni.

DSC_1515-1

Sjáumst!

Rökkurdís BOB, BIG2 og BÖS 2

Síðasta sýning ársins fór fram fyrstu helgina í Nóvember, 11 border terrierar voru skráðir til leiks. Espen Engh var dómarinn að þessu sinni. Fyrstu í dómhring var Fálki hann fékk Excellent og lenti í öðru sæti í sínum flokk, umsögin sagði meðal annars: „Very smart outline, standing. Strong masculine head. Excellent neck. Excellent topline and tailset. Næst var svo Sixten, hann fékk einnig excellent, meistaraefni og alþjóðlegt meistarastig. Umsögnin hans sagði meðal annars: „10 years old dog of excellent type and quality. Typical otterhead. Firm topline and tailset. Typical harsh coat … excellent coat quality.”

Næst kom Kría, hún fékk very good, en dómaranum fannst hún full hvolpaleg (10mán) „Strong bitch head. Long neck. Needs to firm up. Good tailless, well angulated, good coat quality.” Þar á eftir kom Pálína, sem dómaranum leist ekkert alltof vel á af einhverri undarlegri ástæðu. Hún fékk very good, Feminine enough, short skull, Pleasing expression, strong neck, enough angulations. Rán var næst og hún heillaði dómarann fékk excellent og varð önnur í sínum flokk. Þvi miður tapaðist umsögnin hennar.

Rökkurdís var hinsvegar stjarnan eins og svo oft áður, hún fékk flotta umsögn og endaði sem besti hundur tegundar, varð önnur í tegundarhópi 3 og annar besti öldungur sýningar! Þvílíkur meistari!

En ég þakka öllum sem mættu á sýninguna og hjálpuðu til við að gera þennan dag góðan og eftirminnilegan!

rokkurdisnov2014

Styttist í sýningu

Sixten kallinn, er kominn úr eingangrun og virðist kunna vel við Ísland. Hann er komin með frábært heimili, en ég hef samt fengið að hafa hann örlítið hjá mér og er hrikalega ánægð með kappann. Hann er alveg ótrúlega ljúfur og tekur þessum flutningum með miklu jafnaðargeði og nú get ég hreinlega ekki beðið eftir að para hann með Rán – þvílíkir eðalhvolpar sem eiga eftir að koma úr því goti.

En að öðru, nú styttist í sýningu og því er um að gera fyrir þá sem ætla að taka þátt að fara að snyrta hundana sína og þjálfa þá. Sýningin verður haldin fyrstu helgina í Nóvember. Skráningarfrestur rennur út næsta föstudag.

DSC_9471-1-2

Sixten kemur úr einagrun á morgun

Já loksins er þessi mánuður á enda, er orðin mjög spennt að hitta Sixten. Það verður ljúft að knúsa höfðingjan og leyfa honum að hlaupa um eftir veruna í einangrun. Sixten verður væntanlega hjá mér fyrstu dagana en ég er enn að leita eftir heppilegu heimili fyrir hann. Mér finnst hann eiga skilið að fara á heimili þar sem hann fær alla athyglina, hér er mikil samkeppni og hvolpar af og til, svona meistarar eiga bara að fá að hafa það náðugt með fjölskyldu/eiganda sínum.

En annars er ekkert mál að vera með hann í kringum aðra hunda, hann er skapgóður og vanur börnum enda hefur hann búið með ósköp venjulegri fjölskyldu síðan hann var 8 vikna gamall.

Eins og aðrir Border Terrierar þarf hann ágæta hreyfingu, auk þess sem fósturfjölskyldan þarf að vera tilbúin í samstarf í kringum sýningar, snyrtingar og stelpumál þar sem ég geri ráð fyrir að nota hann í ræktun, þrátt fyrir að hann sé ný orðinn 10 ára gamall. Sixten hefur alla tíð verið heilsuhraustur og aldrei þurft til dýralæknis nema til að fara í bólusetningar og slíkt, svo ég geri fastlega ráð fyrir því að hann eigi nokkur góð ár eftir.

En á morgun fæ ég hann loksins og get varla beðið eftir því að fá hann 😀

10609664_10152803786215676_1975520333455147868_n

Sýningin

Sýningin um síðustu helgi gekk vel og allir Ixilandia hundarnir voru til fyrirmyndar. Ixilandia Kallaðu Kría varð BOS hvolpur, Fljúgðu Fálki varð 2. besti rakkinn og Árvakur Ari varð 3 þau fengu öll heiðursverðlaun. Dómarinn hafði sértaklega orð á því hvað honum leist vel á höfuðið á Fálka, hinsvegar væri hann orðin of þrokaður til að taka þátt í hvolpaflokk… Alls voru 8. hvolpar sýndir.

Jón Oddur fékk excellent og frábæra umsögn frá dómaranum, Marteinn fékk VG. Pálína var svo næst og dómarinn sagði strax „Wow I like her!“ – hún stóð sig líka ótrúlega vel og endaði sem önnur besta tík tegundar með meistaraefni og v-cib. Rán fékk excellet og Rökkurdís fékk að sjálfsögðu excellent og meistaraefni, varð þriðja besta tík tegundar og keppti um besta öldung sýningar. 

Hinsvegar má segja að Bosse hafi átt sýninguna þrátt fyrir að vera ekki á staðnum – en það voru afkvæmi hans sem unnu tegundina en það var hún Reyndís og hvolpur undan Bosse sem var besti hvolpur sýningar á sunndudeginum!

Annað í fréttum er það að Sixten kemur úr einangrun á miðvikudaginn. Hann er ekki kominn með heimili, en ég er að leita eftir fjölskyldu eða einstakling sem langar að taka að sér eldri hund. Viðkomandi þarf að vera tilbúin í ákveðið samstarf, þar sem Sixten verður í minni eigu, enda er ætlunin að nota hann í undaneldi og mæta með hann á einhverjar sýningar. Þar af leiðandi þarf sá sem tekur hann að sér að búa á höfuðborgarsvæðinu. Helst vil ég að hann fari á heimili þar sem hann fær að vera „kóngurinn“, enda er hann mikill höfðingi og á tæpast annað skilið. Áhugasamir geta haft samband í gengum joninasif hja gmail.com

pala-1

Sýning um helgina

Um helgina verður september sýning HRFÍ haldin í reiðhöllinni í Víðidal. Alls eru 695 hreinræktaðir hundar skráðir af 80 tegundum. Border terrier verður sýndur kl 13 á sunnudeginum og alls eru 15 hundar skráðir. Þeir sem eru áhugasamir um að kynnast tegundinni, ættu endilega að gera sér ferð á sýninguna og ágætt er að hafa í huga að vera mæta fyrir klukkan 13 ef áhugi er á að spjalla við eigendur og ræktendur. 

Dagskrá sýningarinnar
Dagskrá úrslita báða dagana

 

pala-1

 

Þá er Sixten enn í leit að heimili, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. 

Sixten leitar að heimili

Já nú styttist í að Sixten komi úr einangrun og því er hafin leit að fósturfjölskyldu fyrir hann. Sixten er 10 ára gamall, heilsuhraustur og sprækur. Hann er algjör kelirófa, þægilegur í umgengni og vanur því að búa inn á heimli þar sem eru börn. Hann hefur alla tíð búið hjá sömu fjölskyldu, en vegna veikinda breyttust aðstæður þar.

Ég leita eftir fjölskyldu eða einstakling sem er tilbúinn til að veita honum ást, umhyggju og þá hreyfingu sem hann þarf.

Áhugasamir geta sent mér póst á joninasif@gmail.com

 

bdOLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

Sixten á leið til landsins!

NORDUCH J Sub Terram Mr Muscle: Sixten er vætnanlegur til landsins!

Sixten er einn sigursælasti Border Terrierinn í sögu Årets Border, sem er sérsýning fyrir Border Terrier, haldin árlega í Svíþjóð. Hann er undan Ajax sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Hann dó því miður stuttu eftir komuna hingað en náði þó að para tvær tíkur og komu samtals 6 hvolpar úr þeim gotum.

Ástæðan fyrir því að ég vel að taka Sixten til landsins til ræktunar þrátt fyrir að pabbi hans hafi þegar verið hér, er aðallega sú að Ajax var frábær hundur og flest það sem undan honum hefur komið. Sama má segja um Sixten sem er 10 ára gamall hefur aldrei glímt við veikindi og hefur þegar gefið ákaflega góð afkvæmi auk þess að vera úrvals hundur. Þetta eru upplýsingar sem liggja ekki alltaf fyrir þegar ungir hundar eru notaðir og/eða fluttir inn til landsins.

 

bd

Á myndinni er hann BOS á Årets Border

Þá er líka mikilvægt að hafa í huga að móðurlína Sixten er ákaflega spennandi og mamma Sixten, hefur gefið ótrúlega mikið af glæsilegum hundum og má meðal annars nefna Multi Ch Sub terram Pang På Rödbetan. Hún er líka með þeim allra skörpustu veiðihundum sem fyrir finnast.

Sixten hefur alla sína ævi búið hjá sömu fjölskyldunni, en vegna veikinda þar, þarf hann að flytja. Ulrika Berge, ræktandinn hans bauð mér að taka hann, enda full viss um að hann geti bætt við stofninn hér. Þrátt fyrir háan aldur miðað við margar tegundir gerum við ekki ráð fyrir öðru en hann eigi nokkur góð eftir. Hann hefur þegar gengist undir læknisskoðun og sæðispróf og allt er eins og það á að vera.

Sixten er norðurlanda sýningarmeistari og hefur klárað veiðipróf. Ég kynntist honum ágætlega sumarið 2007 þegar ég var í Svíþjóð og heillaðist mjög af honum. Hann fylgdi okkur á nokkrar sýningar það sumar og gekk mjög vel.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Sixten sem er eins og fyrr segir 10 ára gamall, er í leit að fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Hann þarf að fá reglulega hreyfingu en umfram allt ást og umhyggju í ellinni. Hann er sprækur og þolir langar göngur og mikla útivist, en er líka afskaplega kelinn og rólegur innandyra. Áhugasamir mega endilega hafa samband við mig í gengum joninasif@gmail.com

Rökkurdís stjarna í nýrri auglýsingu

Rökkurdís leikur eitt aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu Vínbúðarinnar.   Screen Shot 2014-07-08 at 22.41.48-1 (Smellið á myndina til að opna videoið) Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu verkefni, sérstaklega vegna þess að Rökkurdís stóð sig svo ótrúlega vel. Hún gerði allt sem beðið var um, eins og við hefðum eitt mörgum mánuðum í að þjálfa. Það var hinsvegar ekki raunin því þessu var reddað svona eiginlega á síðustu stundu. En þessi elska er svo ótrúlega vel gefin að það kom ekki að sök og minnir mann bara á að það er hægt að kenna Border Terrierum nánast allt! Ég minni svo á að það styttist í að það þurfi að snyrta hundana fyrir næstu sýningu en hún fer fram dagana 6-7. september, svo best er að reyta núna um helgina eða þá næstu.

Tvöföld afmælissýning

Image

Já nú er sýningin er að baki og hún gekk rosalega vel! Bæði laugardag og sunnudag var Ixilandia Fljúgðu Fálki besti hvolpur tegundar og Ixilandia Kallaðu Kría annar besti hvolpur. Allir hvolparnir fengu heiðursverðlaun. Ixilandia Jón Oddur varð best rakki tegundar á laugardeginum og fékk íslenskt meistarastig og Reykjavik Winner 2014 titilinn. Ixilandi Hrafnkatla/Pálína varð Besti Hundur tegundar á laugardeginum og fékk íslenskt meistarastig og Reykjavik Winner 2014. Auk þess sem hún gerði sér lítið fyrir og vann tegundarhóp 3 aðeins 14. mánaða! 

Rökkurdís varð önnur besta tíkin á laugardeginum og fór svo keppti um að vera besti öldungur sýningar. Hún sýndi sig ótrúlega vel og varð Besti Öldungur Sýningar!

Rán varð 4. besta tík með meistaraefni.

Á Sunnudeginum, var Jón Oddur ekki sýndur. Rökkurdís varð Besti Hundur tegundar. Rán varð önnur besta tíkin fékk Íslenskt- og Alþjóðlegtmeistarastig! Pálína varð þriðja besta tík tegundar. Rökkurdís fór í keppnina um besta hund í tegundarhópi 3 og varð önnur, sem er glæsilegur árangur hjá 9. ára gömlum hundi. 

Dómararnir Malgorzata Supronowicz (lau) and Henrik Johansson (sun) voru mjög hrifin af hópnum mínum og höfðu bæði orð á því hvað Fálki væri ótrúlega vel gerður. Allir hundarnir fengu frábæra dóma.Image

Rökkurdís Besti Öldungur Sýningar!