Margt framundan

Gleðilegt sumar!

Nú er margt framundan og langt síðan ég ritað eitthvað hér síðast.

Síðasta sýning gekk vel. Pálína varð besti hundur tegundar með Íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Fálki varð annar besti hundurtegundar með Íslenskt meistarastig en var of ungur fyrir það alþjólega, svo Sixten sem varð annar besti rakki tók það. Kría varð svo önnur besta tík tegundar.

Allir hundarnir fengu frábæra umsögn og ræktunarhópurinn minn fékk heiðursverðlaun.

Hvolparnir undan Rán og Sixten brögguðst vel og fóru allir á flott heimili.

Svo er farið að styttast í næsta got – því Pálína hefur verið pöruð við Sixten og von er á hvolpum um miðjan júní. Áhugasamir ættu endilega að setja sig í samband við mig.

Síðan er ekki úr vegi að nefna ástæðuna fyrir litlum blogg skrifum. En nú á vor mánuðum hef ég unnið að stofnun hestaleigu ásamt systur minni og mági. Hestaleigan heitir Reiðtúr.is – Icelandic Riding. Við höfum opnað leiguna þó hún sé ennþá í mótun. Hugmyndin er að hestaleigan verði ávalt smá í sniðum og munum við bara bjóða upp á 6-8 hesta í útleigu. Með þeim hætti teljum við okkur geta veitt persónulegri þjónustu. Þeir sem hafa áhuga á leigunni geta kíkt á heimasíðuna www.reiðtúr.is eða fundið okkur á Facebook undir Icelandic riding – reiðtúr.is

Næst á döfinni er þó tvöfalda sýningin um hvítasunnuhelgina!

Rökkurdís á flugi