Rökkurdís

CIB ISCH Sólskingeisla Kvöld Rökkurdís

Rökkurdís er fyrsti Border Terrierinn minn. Hún er orðin Íslenskur og alþjóðlegur sýningarmeistari. Henni hefur sem sagt gengið mjög vel á sýningum og varð árið 2008 Besti hundur sýningar á Terrier sérsýningu. 2x besti hundur í grúppu 3 og einu sinni 2 besti hundur í grúppu 3. En sýningar á árinu voru 4 þar af ein sýning sem var haldin á vegum Terrier deildarinnar. Hún var 5. stigahæsti hundur ársins 2008 og stigahæsti Terrierinn og 9 stigahæsti hundur ársins 2009. Hún er fyrsti Border Terrierinn sem verður alþjóðlegur meistari hér á landi.

Árangur: BOB 6x BOS 1x BIG 4x BIG 2 2x BIS 1x Íslensk meistarastig 3x CACIB 4x

Árið 2014 mætti Rökkurdís aftur til leiks á hundasýningum eftir nokkra ára pásu, hún sýndi að þrátt fyrir að vera orðin 9 ára gömul þá er ekkert farið að draga af henni og vann hún tegundina nokkrum sinnum auk þess að verða Besti Öldungur Sýningar og BÖS 2. Þá vann hún tegundarhópinn og tók annað sætið þar einnig. Hún lauk því árinu sem einn stigahæsti öldungur ársins!

Rökkurdís hefur gotið tvisvar sinnum og eignast samtals 7 hvolpa.

Rökkurdís er ástæðan fyrir því að ég fór að rækta Border Terrier, hún er yndislegur hundur, skemmtileg, klár og hraust. Hún hefur gefið mér margar ógleymanlegar stundir og betri félaga er ekki hægt að hugsa sér.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *