Sýning um helgina

Um helgina verður haldin hundasýning HRFÍ, sýningin fer fram á Smáratorgi þar sem Sports Direct var áður til húsa. Border terrierinn verður sýndur klukkan 11 á laugardag í hring 2. Þar sem dagskráinn er ekki nákvæm mæli ég með að þeir sem vilji sá þá sýnda séu mættir örlítið fyrir uppgefinn sýningartíma.

Dagskrá sýningarinnar

Þá er það að frétta að hvolparnir eru orðinir 5 vikna, þeim heilsast öllum vel sem og Rán. Þeir hafa allir fengið loforð um ástrík heimili og virðast ætla að verða góðir fulltrúar tegundarinnar. Næsta goti er áætlað um mitt þetta ár, áhugasamir geta haft samband við mig í gegnum joninasifhjaborderterrier.is

Fleiri myndir af hvolpunum má nálgast hér á síðunni

DSC_2095

Hvolparnir dafna vel

Nú eru hvolparnir orðnir rúmlega þriggja vikna. Þeir dafna vel og eru farnir að fá auka mat ásamt því að vera á spena. Þá eru þeir farnir að fara upp úr hvolpakassanum og byrjaðir að leika sér töluvert. Rán sinnir þeim afskaplega vel, enda frábær mamma, en hún er þó farin að leyfa sér að vera örlítið í burtu og leika við Pálínu, en fyrstu tvær vikurnar vék hún varla frá hvolpunum.

IMG_2440-1