Pálína

RW-14 Ixilandia Hrafnkatla eða Pálína eins og hún er kölluð er fædd 6. apríl 2013. Hún er fyrsta blá tíkin sem fæðist hér á landi og er heljarinnar karakter.

Pálína mun búa hjá okkur og foreldrum sínum Bosse og Rökkurdís. Við erum afsakaplega ánægð með hana og það verður gaman að fylgjast með henni.

Pálína hefur nú lokið fyrstu sýningunni sinni og það með stæl og endaði sem besti hvolpur tegundar og besti hvolpur sýningar á sunnudeginum (september sýning 2013). Dómarinn, Hans de van Berg gaf henni frábæra umsögn og heillaðist mjög af henni. Frábær árangur hjá henni og við hlökkum til að mæta aftur.

Pálína er nú orðin árs gömul og gerði sér lítið fyrir og varð besti hundur í tegundarhópi 3 á sýningunni 21. júní 2014 (aðeins 14. mán). Hún hefur þar með hlotið sitt fyrsta Íslenska meistarastig og fengið titilinn Reykjavík Winner 2014!

 

palaTH1

 

pálína

aDSC_0191

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *