† Ajax

NordJ(g)CH SVCH Ajax z Tyrolské 

Ajax kemur frá Tékkaslóvakíu úr mikilli Border Terrier veiðihundaræktun. Hann var fluttur inn til Svíþjóðar og bjó hjá Ulriku og Roger í Kennel Sub Terram  þar til hann kom til Íslands haustið 2008. Ajax dó haustið 2009.

Hann var mjög skemmtilegur hundur sem lét sér lynda við allt og alla. Hann var einstaklega kelinn og afbragðsveiðihundur. Hann var einnig fallega byggður en í stærra lagi. Þó ekki stærri en það að hann gat skriðið inn í nánast hvaða greni sem var enda rétt byggður. Hann var fljótur að læra og mjög hlýðin og samvinnufús. Enda skilaði það sér í fjölda titla sem hann hlaut fyrir árangur sinn á veiðiprófum t.d í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku. Hann hefur klárað allt sem lagt er fyrir þessa tegund og hefur titilinn  Norðurlanda Veiðimeistari, sem hann öðlaðist um mitt sumar 2008. Það var heiður að fá að vera með honum bæði í vinnu og frítíma sumarið 2007 og 2008. Því hann var einstakur hundur í alla staði. Undan honum eru til 6 hvolpar hér á landi en miklu fleiri í svíþjóð, þrátt fyrir að einungis hágæða tíkur væru notaðar. Hann var paraður við Rökkurdís og Maju (Sub Terram Business Woman)


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *