8.vikna

Ótrúlegt en satt, þá eru hvolparnir orðnir átta vikna! Ég trúi því varla og það er skrýtið að sjá á eftir þeim á ný heimili, þrátt fyrir að maður ætti að vera farin að venjast því. En mér sýnist á öllu að ég hafi verið ótrúlega heppin með heimili fyrir þessa kálfa og vonandi heldur allt áfram að ganga svona vel. Á föstudaginn fóru þeir allir til dýralæknis í skoðun og bólusetningu og komu afskaplega vel útúr því ekkert að athuga við neinn þeirra.

Þrír hvolpar eru farnir að heiman og því stefnir í heldur rólegri daga hér. Þau sem enn eru heima eru Kría og Fálki. Kría fer næsta föstudag en Fálki er en ekki kominn með heimili, þrátt fyrir talsverða fyrdirspurn. Ástæðan er kannski að einhverju leyti sú að ég vil helst hafa hann í Reykjavík eða nágrenni, því ég vil gjarnan sjá hann á sýningum í framtíðinni. Þá hef einnig fulla trú á að hann gæti orðið afbragðs veiði-/vinnuhundur ef út í það væri farið, enda kröftugur og skemmitlegur hvolpur. Hann fæddist minnstur en er það ekki lengur og fyrstur til að opna augun og fara upp úr kassanum. Meðan þessi orð eru rituð hvílir hann í fanginu á mér ásamt systur sinni, þeim þykir væntanlega frekar tómlegt hér eins og mér. 

Þeir sem vilja frekari upplýsingar um Fálka geta haft samband í gegnum joninasif hja gmail.comImage

Image

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *