Rán – Putti

Rán hefur verið pöruð með Ixilandia Chasing the Cat (Putti). – Hvolpar fæddir, 3 rakkar og tvær tíkur!

Um er að ræða spennandi got sem er mjög skylt síðasta goti sem við vorum með þ.e. Rökkurdís x Bosse, bætist bara við einn ættliður. Í því goti fæddust tvær lifandi tíkur, báðar bláar að lit. Önnur þeirra er í minni eigu – Ixilandia Hrafnkatla – Pálína.  Hún er frábær karakter og virkilega vel byggð.

Í þessu goti vonumst við eftir sterkum en léttum hundum, með gott skap og mikinn karakter. Rán og Putti hafa bæði verið heilsuhraust eins og allir okkar hundar. Möguleiki er á bláum hvolpum úr þessu goti, þó ríkjandi líkur séu á Grizzel.

Á bakvið þessa hvolpa eru miklar veiði ættir. Þrátt fyrir að mannan sé ung og ekki fengið beinlínis tækifæri til að sanna sig en hefur hún þó sýnt góða takta og mikinn veiði áhuga. Pabbinn er í eigu fólks sem ekki hefur mikinn áhuga á veiði, en hundurinn hefur þó mikið drive þegar hann kemst í návígi við eitthvað kvikt.

Afinn föður meginn var rosalegasti veiðihundur sem ég hef séð og ég varð vitni að því þegar hann lauk norðurlanda veiðimeistara titlinum sínum í Svíþjóð og sá hann vinna bæði greifingja- og refagreni auk þess að fara í villisvín og spora upp á 100% þessi hundur hét Ajax og var fæddur í Tékklandi en var svo fluttur til Svíþjóðar og endaði síðan lífdaga sína hér.

Föður amman er í minni eigu og heitir Rökkurdís hún er líka öflug sérstaklega í sporavinnunni og að finna greni og bráð.

Móður afinn er innfluttur frá kennel Sub Terram í Svíþjóð en þau hafa ræktað borderterrier til að nota í veiði í yfir 30 ár. Hann er mjög öflugur og svakalega hraður, en hefur samt ekki verið notaður mikið aðallega vegna þess að eg er með hann í láni frá Svíþjóð og fer hann aftur út fljótlega.
Rán er undan Sólskinsgeisla Keisara Kolbrá og Bosse. Putti er undan Rökkurdís og Ajax.

Við eigum von á því að hvolparnir fæðist 20. janúar.

Áhugasamir hafi samband við Jónínu Sif – joninasif hjá gmail.com

Hér má sjá væntanlega ættbók:

Pedigree 
Hvolpur/ar Ixilandia Chasing the Cat – Putti
Grizzle and Tan
Iceland
2009
NORDJ(g)CH SVCH J
Ajax Z Tyrolské Obory
Grizzle and Tan
Czech Republic
2003
Barry Argus Mapel
Grizzle and Tan
Czech Republic
1999
Arina z Maníkovické lesovny
Czech Republic
CIB, ISCH
Sólskingeisla Kvöld Rökkurdís
Grizzle and Tan
Iceland
2005
Rockamore Magician
Red
Sweden
2003
ISCH
Örvikens Robinia
Sweden
2002
Bjarkar Rán
Grizzle and Tan
2012
CIB, IScH, Reykjavík winner 2013
Sub Terram Apple Jack -Bosse
Grizzle and Tan
Sweden
2010
J
Sub Terram Ooops
Blue and Tan
Sweden
2009
SUCH DKCH SJ(g)CH FINJ(g)CH SVCH J
Sub Terram Rockar Fett
Grizzle and Tan
Sweden
2005
Sólskinsgeisla Keisara Kolbrá
Iceland
2008
Örvikens Monke
Grizzle and Tan
Sweden
2005
Currabell Mystic Legend
Blue and Tan
Ireland
2006

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *