Hvolpar fæddir!

Í gær, fimmtudaginn 22. febrúar gaut Rán þremur fallegum hvolpum, tveimur tíkum og einum rakka. Hvolparnir eru ákaflega sprækir og mamman sinnir þeim vel. Þeir voru fljótir að komast á spena og eru öflugir á barnum. Rán passar vel uppá þá og má helst ekki vera að því að borða, ekki nema henni sé réttur einn og einn biti, öll athygli hennar er á hvolpunum og hún vill helst ekki fara út að pissa.

Læt fylgja með eina mynd af Rán og hvolpunum.

ranhvolpar1

Gleðilegt nýtt ár

Nú er 2015 runnið upp og blikur á lofti um að árið verið virkilega spennandi.

Rán sem var pöruð með Sixten er farin að tútna út og við gerum ráð fyrir hvolpum í kringum 20 janúar. Henni hefur heilsast vel á meðgöngunni, orðin gráðugri í mat en venjulega en samt virkilega spræk, hoppar og skoppar.

Þá styttist líka í næstu sýningu sem fer fram dagana 28. feb -1.mars 2015, staðsetning hefur ekki verið auglýst en sýningin verður þó pottþétt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í sýningunni ættu að fara að huga að reytingu, svo feldurinn verði í topp standi á sýningunni.

DSC_1515-1

Sjáumst!