Sixten

NORDUCH J Sub Terram Mr Muscle: Sixten er kominn til landsins!

Sixten er einn sigursælasti Border Terrierinn í sögu Årets Border, sem er sérsýning fyrir Border Terrier, haldin árlega í Svíþjóð. Hann er undan Ajax sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Hann dó því miður stuttu eftir komuna hingað en náði þó að para tvær tíkur og komu samtals 6 hvolpar úr þeim gotum.

Ástæðan fyrir því að ég vel að taka Sixten til landsins til ræktunar þrátt fyrir að pabbi hans hafi þegar verið hér, er aðallega sú að Ajax var frábær hundur og flest það sem undan honum hefur komið. Sama má segja um Sixten sem er 10 ára gamall hefur aldrei glímt við veikindi og hefur þegar gefið ákaflega góð afkvæmi auk þess að vera úrvals hundur. Þetta eru upplýsingar sem liggja ekki alltaf fyrir þegar ungir hundar eru notaðir og/eða fluttir inn til landsins.

 

bd

Á myndinni er hann BOS á Årets Border

Þá er líka mikilvægt að hafa í huga að móðurlína Sixten er ákaflega spennandi og mamma Sixten, hefur gefið ótrúlega mikið af glæsilegum hundum og má meðal annars nefna Multi Ch Sub terram Pang På Rödbetan. Hún er líka með þeim allra skörpustu veiðihundum sem fyrir finnast.

Sixten hefur alla sína ævi búið hjá sömu fjölskyldunni, en vegna veikinda þar, þarf hann að flytja. Ulrika Berge, ræktandinn hans bauð mér að taka hann, enda full viss um að hann geti bætt við stofninn hér. Þrátt fyrir háan aldur miðað við margar tegundir gerum við ekki ráð fyrir öðru en hann eigi nokkur góð eftir. Hann hefur þegar gengist undir læknisskoðun og sæðispróf og allt er eins og það á að vera.

Sixten er norðurlanda sýningarmeistari og hefur klárað veiðipróf. Ég kynntist honum ágætlega sumarið 2007 þegar ég var í Svíþjóð og heillaðist mjög af honum. Hann fylgdi okkur á nokkrar sýningar það sumar og gekk mjög vel.

Hér má sjá ættbókina hans:

Född 2004-09-13

Fader/Sire:NORDJ(g)CH SVCH J
Ajax z Tyrolské obory
Barry Argus Mapel Dough
Alka z Lucbáby
Arina z Manikovické Lesovny Oliver Fleret
Annie z Vrchabskych Koncin
Moder/Dam:FINJ(G)CH J SJ(G)CH 
Sub Terram Tjugofyra Karat
SUCH 
Plushcourt Law Lord
Plushcourt Run The Gauntlet
Plushcourt Blue Lollipop
FINJ(G)CH J SJ(G)CH 
Sub Terram Så Ska Det Låta
INTUCH NORDUCH 
Redrob Savvy Racketeer
J S VCH 
Ottercap Juicy Lucy

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *