Tvöföld afmælissýning

Image

Já nú er sýningin er að baki og hún gekk rosalega vel! Bæði laugardag og sunnudag var Ixilandia Fljúgðu Fálki besti hvolpur tegundar og Ixilandia Kallaðu Kría annar besti hvolpur. Allir hvolparnir fengu heiðursverðlaun. Ixilandia Jón Oddur varð best rakki tegundar á laugardeginum og fékk íslenskt meistarastig og Reykjavik Winner 2014 titilinn. Ixilandi Hrafnkatla/Pálína varð Besti Hundur tegundar á laugardeginum og fékk íslenskt meistarastig og Reykjavik Winner 2014. Auk þess sem hún gerði sér lítið fyrir og vann tegundarhóp 3 aðeins 14. mánaða! 

Rökkurdís varð önnur besta tíkin á laugardeginum og fór svo keppti um að vera besti öldungur sýningar. Hún sýndi sig ótrúlega vel og varð Besti Öldungur Sýningar!

Rán varð 4. besta tík með meistaraefni.

Á Sunnudeginum, var Jón Oddur ekki sýndur. Rökkurdís varð Besti Hundur tegundar. Rán varð önnur besta tíkin fékk Íslenskt- og Alþjóðlegtmeistarastig! Pálína varð þriðja besta tík tegundar. Rökkurdís fór í keppnina um besta hund í tegundarhópi 3 og varð önnur, sem er glæsilegur árangur hjá 9. ára gömlum hundi. 

Dómararnir Malgorzata Supronowicz (lau) and Henrik Johansson (sun) voru mjög hrifin af hópnum mínum og höfðu bæði orð á því hvað Fálki væri ótrúlega vel gerður. Allir hundarnir fengu frábæra dóma.Image

Rökkurdís Besti Öldungur Sýningar!

Hundasýning um helgina

Um helgina fer fram tvöföld hundasýning HRFÍ í Víðidal. Þar verða allnokkrir Border Terrier hundar sýndir. Á laugardag er ráðgert að þeir fari í dóm klukkan 12:20 og á sunnudag klukkan 11:12. Þeir sem hafa áhuga á tegundinn ættu endilega að gera sér ferð á sýninguna.

Af heimasíðu HRFÍ:

Helgina 21. – 22. júní mæta 1475 hreinræktaðir hundar af 86 hundategundum í dóm á tvöfaldri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningarnar eru haldnar undir beru lofti í Víðidal og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi. Áætlað er að úrslit hefjist 15:30 á laugardegi og 16:30 á sunnudegi og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

10 dómarar frá Svíþjóð, Íslandi, Danmörku, Írlandi, Ungverjalandi og Pólandi dæma í níu sýningarhringjum samtímis.

 

Rökkurdís á flugi