Sýningin

Sýningin um síðustu helgi gekk vel og allir Ixilandia hundarnir voru til fyrirmyndar. Ixilandia Kallaðu Kría varð BOS hvolpur, Fljúgðu Fálki varð 2. besti rakkinn og Árvakur Ari varð 3 þau fengu öll heiðursverðlaun. Dómarinn hafði sértaklega orð á því hvað honum leist vel á höfuðið á Fálka, hinsvegar væri hann orðin of þrokaður til að taka þátt í hvolpaflokk… Alls voru 8. hvolpar sýndir.

Jón Oddur fékk excellent og frábæra umsögn frá dómaranum, Marteinn fékk VG. Pálína var svo næst og dómarinn sagði strax „Wow I like her!“ – hún stóð sig líka ótrúlega vel og endaði sem önnur besta tík tegundar með meistaraefni og v-cib. Rán fékk excellet og Rökkurdís fékk að sjálfsögðu excellent og meistaraefni, varð þriðja besta tík tegundar og keppti um besta öldung sýningar. 

Hinsvegar má segja að Bosse hafi átt sýninguna þrátt fyrir að vera ekki á staðnum – en það voru afkvæmi hans sem unnu tegundina en það var hún Reyndís og hvolpur undan Bosse sem var besti hvolpur sýningar á sunndudeginum!

Annað í fréttum er það að Sixten kemur úr einangrun á miðvikudaginn. Hann er ekki kominn með heimili, en ég er að leita eftir fjölskyldu eða einstakling sem langar að taka að sér eldri hund. Viðkomandi þarf að vera tilbúin í ákveðið samstarf, þar sem Sixten verður í minni eigu, enda er ætlunin að nota hann í undaneldi og mæta með hann á einhverjar sýningar. Þar af leiðandi þarf sá sem tekur hann að sér að búa á höfuðborgarsvæðinu. Helst vil ég að hann fari á heimili þar sem hann fær að vera „kóngurinn“, enda er hann mikill höfðingi og á tæpast annað skilið. Áhugasamir geta haft samband í gengum joninasif hja gmail.com

pala-1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *