Sixten kemur úr einagrun á morgun

Já loksins er þessi mánuður á enda, er orðin mjög spennt að hitta Sixten. Það verður ljúft að knúsa höfðingjan og leyfa honum að hlaupa um eftir veruna í einangrun. Sixten verður væntanlega hjá mér fyrstu dagana en ég er enn að leita eftir heppilegu heimili fyrir hann. Mér finnst hann eiga skilið að fara á heimili þar sem hann fær alla athyglina, hér er mikil samkeppni og hvolpar af og til, svona meistarar eiga bara að fá að hafa það náðugt með fjölskyldu/eiganda sínum.

En annars er ekkert mál að vera með hann í kringum aðra hunda, hann er skapgóður og vanur börnum enda hefur hann búið með ósköp venjulegri fjölskyldu síðan hann var 8 vikna gamall.

Eins og aðrir Border Terrierar þarf hann ágæta hreyfingu, auk þess sem fósturfjölskyldan þarf að vera tilbúin í samstarf í kringum sýningar, snyrtingar og stelpumál þar sem ég geri ráð fyrir að nota hann í ræktun, þrátt fyrir að hann sé ný orðinn 10 ára gamall. Sixten hefur alla tíð verið heilsuhraustur og aldrei þurft til dýralæknis nema til að fara í bólusetningar og slíkt, svo ég geri fastlega ráð fyrir því að hann eigi nokkur góð ár eftir.

En á morgun fæ ég hann loksins og get varla beðið eftir því að fá hann 😀

10609664_10152803786215676_1975520333455147868_n

Sýningin

Sýningin um síðustu helgi gekk vel og allir Ixilandia hundarnir voru til fyrirmyndar. Ixilandia Kallaðu Kría varð BOS hvolpur, Fljúgðu Fálki varð 2. besti rakkinn og Árvakur Ari varð 3 þau fengu öll heiðursverðlaun. Dómarinn hafði sértaklega orð á því hvað honum leist vel á höfuðið á Fálka, hinsvegar væri hann orðin of þrokaður til að taka þátt í hvolpaflokk… Alls voru 8. hvolpar sýndir.

Jón Oddur fékk excellent og frábæra umsögn frá dómaranum, Marteinn fékk VG. Pálína var svo næst og dómarinn sagði strax „Wow I like her!“ – hún stóð sig líka ótrúlega vel og endaði sem önnur besta tík tegundar með meistaraefni og v-cib. Rán fékk excellet og Rökkurdís fékk að sjálfsögðu excellent og meistaraefni, varð þriðja besta tík tegundar og keppti um besta öldung sýningar. 

Hinsvegar má segja að Bosse hafi átt sýninguna þrátt fyrir að vera ekki á staðnum – en það voru afkvæmi hans sem unnu tegundina en það var hún Reyndís og hvolpur undan Bosse sem var besti hvolpur sýningar á sunndudeginum!

Annað í fréttum er það að Sixten kemur úr einangrun á miðvikudaginn. Hann er ekki kominn með heimili, en ég er að leita eftir fjölskyldu eða einstakling sem langar að taka að sér eldri hund. Viðkomandi þarf að vera tilbúin í ákveðið samstarf, þar sem Sixten verður í minni eigu, enda er ætlunin að nota hann í undaneldi og mæta með hann á einhverjar sýningar. Þar af leiðandi þarf sá sem tekur hann að sér að búa á höfuðborgarsvæðinu. Helst vil ég að hann fari á heimili þar sem hann fær að vera „kóngurinn“, enda er hann mikill höfðingi og á tæpast annað skilið. Áhugasamir geta haft samband í gengum joninasif hja gmail.com

pala-1

Sýning um helgina

Um helgina verður september sýning HRFÍ haldin í reiðhöllinni í Víðidal. Alls eru 695 hreinræktaðir hundar skráðir af 80 tegundum. Border terrier verður sýndur kl 13 á sunnudeginum og alls eru 15 hundar skráðir. Þeir sem eru áhugasamir um að kynnast tegundinni, ættu endilega að gera sér ferð á sýninguna og ágætt er að hafa í huga að vera mæta fyrir klukkan 13 ef áhugi er á að spjalla við eigendur og ræktendur. 

Dagskrá sýningarinnar
Dagskrá úrslita báða dagana

 

pala-1

 

Þá er Sixten enn í leit að heimili, sjá nánari upplýsingar hér að neðan.