Viku gamlir

Þá eru hvolparnir orðnir viku gamlir. Þeir eru vel sprækir og kröftugir og Rán sinnir þeim ótrúlega vel. Hún víkur varla frá þeim og oftar en ekki er erfitt að fá hana til að koma út.

Nú bíðum við bara spennt eftir því að þeir fari að opna augun.

Annars er rétt að benda þeim sem gleymdu að skrá á sýninguna að skráningafrestur hefur verið framlengdur til kl 15:00 á morgun mánudag.

20140126-151003.jpg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *