Bosse Íslenskur meistari

Nú um helgina (25. – 26. ágúst) fór fram hundsýning á vegum HRFÍ. 10 Border terrier hundar voru skráðir til leiks að þessu sinni. 5 hvolpar undan Bosse voru sýndir, þeir fengu allir heiðursverðlaun. Ixilandia Jón Oddur fékk frábæran dóm og endaði í 3ja sæti. Bjarkar Rán fékk einnig frábæran dóm og lenti í örðu sæti.

Bosse vann rakkana og fékk sitt þriðja Íslenska meistarastig – hann er því orðinn Íslenskur meistari. Hann fékk einnig sitt annað alþjóðlega meistrastig og vantar því tvö upp á að verða alþjóðlegur meistari. Hann endaði svo daginn á því að verða annar besti hundur tegundar.

Dómarinn var Harry Tast frá Finnlandi og leist honum mjög vel á hópinn.

Næsta sýning er 17.- 18. nóvember 2012, skráningarfrestur rennur út föstudaginn 19. október.  Þeir sem ætla að sýna í nóvember ættu að reyta hundana í kringum 20. september.   

                   

 

 

Hvolparnir fara að heiman

Þá er komið að því að hvolparnir fara að heiman. Jón Bjarni fór í gær á Borgarfjörð eystri og í dag mun Jón Oddur fara í reykjanesbæ. Á báðum heimilum eru dýr fyrir, reyndar bara um stundarsakir á Borgarfirði, þar sem tveir langhundar eru í pössun, en í reykjanesbæ eru einnig kisur á heimilinu.

Ég vona bara að nýjum eigendum eigi eftir að ganga rosalega vel og að hvolparnir verið þeim til sóma.

Á miðvikudaginn fór ég svo og sótti Bjarkar Rán, sem er undan Bosse. Hún er í minni eigu en verður á fóðurheimili. Ferðin með hana í bæinn gekk rosalega vel og hún hefur staðið sig með prýði á nýja heimilinu.

 

Velkomin

Vertu velkomin á heimasíðuna. Hér er að finna fréttir og upplýsingar um hunda í okkar eigu eða hunda sem tengdir eru okkar ræktun.

Ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum um hundana, tegundina, væntanleg got eða vilt fá svör við einhverjum spurningum tengdum tegundinni er þér velkomið að hafa samaband í gegnum joninasif(hja)gmail.com og þér verður svarað eins fljótt og auðið er.

Athugið að efni og myndir á síðunni er höfundarréttarvarið, hafiru áhuga á að nýta eitthvað af þessari vefsíðu vinsamlegast hafðu samband.

Hundarnir okkar eru að sjálfsögðu skráðir og ættbókarfærðir í HRFÍ sem er eina hundaræktarfélagið á Íslandi sem er aðili að FCI.