Hvolparnir fara að heiman

Þá er komið að því að hvolparnir fara að heiman. Jón Bjarni fór í gær á Borgarfjörð eystri og í dag mun Jón Oddur fara í reykjanesbæ. Á báðum heimilum eru dýr fyrir, reyndar bara um stundarsakir á Borgarfirði, þar sem tveir langhundar eru í pössun, en í reykjanesbæ eru einnig kisur á heimilinu.

Ég vona bara að nýjum eigendum eigi eftir að ganga rosalega vel og að hvolparnir verið þeim til sóma.

Á miðvikudaginn fór ég svo og sótti Bjarkar Rán, sem er undan Bosse. Hún er í minni eigu en verður á fóðurheimili. Ferðin með hana í bæinn gekk rosalega vel og hún hefur staðið sig með prýði á nýja heimilinu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *