Sixten á leið til landsins!

NORDUCH J Sub Terram Mr Muscle: Sixten er vætnanlegur til landsins!

Sixten er einn sigursælasti Border Terrierinn í sögu Årets Border, sem er sérsýning fyrir Border Terrier, haldin árlega í Svíþjóð. Hann er undan Ajax sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Hann dó því miður stuttu eftir komuna hingað en náði þó að para tvær tíkur og komu samtals 6 hvolpar úr þeim gotum.

Ástæðan fyrir því að ég vel að taka Sixten til landsins til ræktunar þrátt fyrir að pabbi hans hafi þegar verið hér, er aðallega sú að Ajax var frábær hundur og flest það sem undan honum hefur komið. Sama má segja um Sixten sem er 10 ára gamall hefur aldrei glímt við veikindi og hefur þegar gefið ákaflega góð afkvæmi auk þess að vera úrvals hundur. Þetta eru upplýsingar sem liggja ekki alltaf fyrir þegar ungir hundar eru notaðir og/eða fluttir inn til landsins.

 

bd

Á myndinni er hann BOS á Årets Border

Þá er líka mikilvægt að hafa í huga að móðurlína Sixten er ákaflega spennandi og mamma Sixten, hefur gefið ótrúlega mikið af glæsilegum hundum og má meðal annars nefna Multi Ch Sub terram Pang På Rödbetan. Hún er líka með þeim allra skörpustu veiðihundum sem fyrir finnast.

Sixten hefur alla sína ævi búið hjá sömu fjölskyldunni, en vegna veikinda þar, þarf hann að flytja. Ulrika Berge, ræktandinn hans bauð mér að taka hann, enda full viss um að hann geti bætt við stofninn hér. Þrátt fyrir háan aldur miðað við margar tegundir gerum við ekki ráð fyrir öðru en hann eigi nokkur góð eftir. Hann hefur þegar gengist undir læknisskoðun og sæðispróf og allt er eins og það á að vera.

Sixten er norðurlanda sýningarmeistari og hefur klárað veiðipróf. Ég kynntist honum ágætlega sumarið 2007 þegar ég var í Svíþjóð og heillaðist mjög af honum. Hann fylgdi okkur á nokkrar sýningar það sumar og gekk mjög vel.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Sixten sem er eins og fyrr segir 10 ára gamall, er í leit að fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Hann þarf að fá reglulega hreyfingu en umfram allt ást og umhyggju í ellinni. Hann er sprækur og þolir langar göngur og mikla útivist, en er líka afskaplega kelinn og rólegur innandyra. Áhugasamir mega endilega hafa samband við mig í gengum joninasif@gmail.com

Rökkurdís stjarna í nýrri auglýsingu

Rökkurdís leikur eitt aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu Vínbúðarinnar.   Screen Shot 2014-07-08 at 22.41.48-1 (Smellið á myndina til að opna videoið) Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu verkefni, sérstaklega vegna þess að Rökkurdís stóð sig svo ótrúlega vel. Hún gerði allt sem beðið var um, eins og við hefðum eitt mörgum mánuðum í að þjálfa. Það var hinsvegar ekki raunin því þessu var reddað svona eiginlega á síðustu stundu. En þessi elska er svo ótrúlega vel gefin að það kom ekki að sök og minnir mann bara á að það er hægt að kenna Border Terrierum nánast allt! Ég minni svo á að það styttist í að það þurfi að snyrta hundana fyrir næstu sýningu en hún fer fram dagana 6-7. september, svo best er að reyta núna um helgina eða þá næstu.

Tvöföld afmælissýning

Image

Já nú er sýningin er að baki og hún gekk rosalega vel! Bæði laugardag og sunnudag var Ixilandia Fljúgðu Fálki besti hvolpur tegundar og Ixilandia Kallaðu Kría annar besti hvolpur. Allir hvolparnir fengu heiðursverðlaun. Ixilandia Jón Oddur varð best rakki tegundar á laugardeginum og fékk íslenskt meistarastig og Reykjavik Winner 2014 titilinn. Ixilandi Hrafnkatla/Pálína varð Besti Hundur tegundar á laugardeginum og fékk íslenskt meistarastig og Reykjavik Winner 2014. Auk þess sem hún gerði sér lítið fyrir og vann tegundarhóp 3 aðeins 14. mánaða! 

Rökkurdís varð önnur besta tíkin á laugardeginum og fór svo keppti um að vera besti öldungur sýningar. Hún sýndi sig ótrúlega vel og varð Besti Öldungur Sýningar!

Rán varð 4. besta tík með meistaraefni.

Á Sunnudeginum, var Jón Oddur ekki sýndur. Rökkurdís varð Besti Hundur tegundar. Rán varð önnur besta tíkin fékk Íslenskt- og Alþjóðlegtmeistarastig! Pálína varð þriðja besta tík tegundar. Rökkurdís fór í keppnina um besta hund í tegundarhópi 3 og varð önnur, sem er glæsilegur árangur hjá 9. ára gömlum hundi. 

Dómararnir Malgorzata Supronowicz (lau) and Henrik Johansson (sun) voru mjög hrifin af hópnum mínum og höfðu bæði orð á því hvað Fálki væri ótrúlega vel gerður. Allir hundarnir fengu frábæra dóma.Image

Rökkurdís Besti Öldungur Sýningar!

Hundasýning um helgina

Um helgina fer fram tvöföld hundasýning HRFÍ í Víðidal. Þar verða allnokkrir Border Terrier hundar sýndir. Á laugardag er ráðgert að þeir fari í dóm klukkan 12:20 og á sunnudag klukkan 11:12. Þeir sem hafa áhuga á tegundinn ættu endilega að gera sér ferð á sýninguna.

Af heimasíðu HRFÍ:

Helgina 21. – 22. júní mæta 1475 hreinræktaðir hundar af 86 hundategundum í dóm á tvöfaldri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningarnar eru haldnar undir beru lofti í Víðidal og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi. Áætlað er að úrslit hefjist 15:30 á laugardegi og 16:30 á sunnudegi og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

10 dómarar frá Svíþjóð, Íslandi, Danmörku, Írlandi, Ungverjalandi og Pólandi dæma í níu sýningarhringjum samtímis.

 

Rökkurdís á flugi

 

 

8.vikna

Ótrúlegt en satt, þá eru hvolparnir orðnir átta vikna! Ég trúi því varla og það er skrýtið að sjá á eftir þeim á ný heimili, þrátt fyrir að maður ætti að vera farin að venjast því. En mér sýnist á öllu að ég hafi verið ótrúlega heppin með heimili fyrir þessa kálfa og vonandi heldur allt áfram að ganga svona vel. Á föstudaginn fóru þeir allir til dýralæknis í skoðun og bólusetningu og komu afskaplega vel útúr því ekkert að athuga við neinn þeirra.

Þrír hvolpar eru farnir að heiman og því stefnir í heldur rólegri daga hér. Þau sem enn eru heima eru Kría og Fálki. Kría fer næsta föstudag en Fálki er en ekki kominn með heimili, þrátt fyrir talsverða fyrdirspurn. Ástæðan er kannski að einhverju leyti sú að ég vil helst hafa hann í Reykjavík eða nágrenni, því ég vil gjarnan sjá hann á sýningum í framtíðinni. Þá hef einnig fulla trú á að hann gæti orðið afbragðs veiði-/vinnuhundur ef út í það væri farið, enda kröftugur og skemmitlegur hvolpur. Hann fæddist minnstur en er það ekki lengur og fyrstur til að opna augun og fara upp úr kassanum. Meðan þessi orð eru rituð hvílir hann í fanginu á mér ásamt systur sinni, þeim þykir væntanlega frekar tómlegt hér eins og mér. 

Þeir sem vilja frekari upplýsingar um Fálka geta haft samband í gegnum joninasif hja gmail.comImage

Image

 

6. vikna

Nú eru hvolparnir orðnir sex vikna og styttist í að þeir fari að fara að heiman, sem er eiginlega ótrúlegt því mér finnst þeir svo ný fæddir. Þessa dagana taka þeir ótrúlega miklum þroska framförum og verða hundslegri með hverjum deginum sem líður. Góða veðrið síðustu daga hefur einnig lagast vel í þá, en þeir hafa fengið að vera mikið út sem þeim finnst ákaflega gott. Þá eruð þeir aðeins farnir að kynnast hinum hundunum á heimilinu, í návígi. Pálína er full mikill stuðbolti fyrir þá ennþá og sækja þeir meira í Bosse. Rán sinnir þeim ennþá ótrúlega vel og er mikil mamma.

Eins og er er einn rakki ólofaður. Endilega hafið samand hef þið hafið áhuga á að bæta einum snillingi við fjölskylduna. 

Síðan voru að bættast við fullt af myndum í myndaalbúmið 🙂

Image

Rökkurdís kom sá og sigraði!

Já sýningin um síðustu helgi gekk heldur betur vel.

 

Fyrstur til að fara inn í hringinn að þessu sinni var Marteinn, hann var í flottu formi og sýndi sig vel. Dómarinn Branislav Rajic frá Slóvakíu var mjög ánægður með hann og gaf honum excellent og meistara efni. Hann endaði svo sem annar besti rakki tegundar, með flottan dóm og var dómarinn sérstaklega ánægður með hreyfingarnar. Putti, mætti líka á sýninguna og var í flottu formi, en af einhverri ástæðu hafði hann ekki mikinn hug á því að sýna sig að þessu sinni. Hann fékk engu að síður flottan dóm og hrósaði dómarinn honum sérstaklega fyrir feldgerð og vinkla.

Pálína var líka í miklu stuði, þetta er í fyrsta sinn sem hún mætir á sýningu, ekki sem hvolpur. Dómarinn heillaðist mjög af henni og gaf henni afskaplega góða umsögn og sagði hana hafa þroskast vel, vera sterkbyggða, kvennlega með ákaflega fallegt höfuð og byggingu. Þá fannst honum feldurinn og hreyfingarnar vera til fyrirmyndar. Hreint útsagt frábær dómur fyrir 10 mánaða hund. Hún fékk einkunina excellent, meistaraefni og varastig til alþjóðlegsmeistara!

Þá ákvað ég að mæta með Rökkurdís í öldungaflokk en hún hefur ekki mætt á sýningu síðan 2009. Gamlan, sem er nú á níunda ári, var sko greinilega búin að fá sig fullsadda af því að fá ekki að taka þátt á sýningum! Það var ljóst frá því að við komum inn í sýningarhöllina að hún væri í stuði og það var ótrúlega gaman að mæta með hana aftur í hringinn enda er hún í frábæru formi og ekki að sjá að hún sé orðin þetta gömul. Dómarinn  átti ekki til orð yfir hana og sagði meðal annars í dómnum „Brilliant bitch in a brilliant condition“.

Rökkurdís gerði sér lítið fyrir og vann tegundina! Hún fór svo og keppti um besta hund í tegundarhópi 3 og vann það líka. En fékk því miður ekki sæti í Best in show en telst þó til 10 bestu hundana á þessari sýningu.

1780882_10152281035276565_67986308_n