Ixilandia Hrafntinna og Hrafnkatla

Þær eru sprækar systurnar, enda orðnar 6. vikna og trúa því sjálfar að þær séu fullvaxnar og geti allt. En þar fer nærri því þær eru afskaplega duglegar og litlu munar að þær séu orðnar húshreinar. Þær hafa þó ekki áttað sig á að tær eru ekki einhver hræðileg skrímsli sem réttast er að ráðast á við hvert tækifæri.

Rökkurdís sinnir þeim vel og er ennþá stútfull af mjólk, Bosse er hinsvegar ennþá á varðbergi gangvart þeim en er þó duglegur að leika við þær, sérstaklega úti.

En að tilefni ,,afmælisins” tók ég nokkrar myndir og þær eru að finna á myndasíðunni.

aDSC_0460

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *