Hvolparnir stækka

Nú eru hvolparnir orðnir rúmlega þriggja vikna og aðeins farnir að horfa í kringum sig og aðeins farnir að ganga um þó þeir séu enn frekar klaufskir við það.

Því miður eru bara fjórir hvolpar eftir í hvolpakassanum, en þrátt fyrir mikila baráttu og vinnu þá náðum við því miður ekki að halda litla hvolpnum á lífi. Hún barðist samt eins og ljón en hún hefur verið of mikill fyrirburi og líffærin hennar því miður ekki nógu þroskuð til að hún gæti lifað. Þetta er í fyrsta sinn sem ég missi lifandi fædda hvolpa, það var mikill skóli að sinna þeim allan sólarhringinn leita allra mögulegra ráða við að halda þeim á lífi en stundum fer þetta víst svona.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af hvolpunum. Því miður er ekki í boði fyrir þá sem eru ekki að fara að fá hvolp úr þessu goti að koma í heimsókn þar sem við viljum gjarnan halda öllum heimsóknum í lágmarki útaf Covid.

Enn eru einhverjir ekki búnir að fá lokasvar um hvort þeir fái hvolp en það er bara vegna þess að ég vil ekki negla neitt í stein alveg strax, þar sem ég vil sjá aðeins meiri karakter í hvolpunum áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar.

Bestu kveðjur!