Bosse 7. stigahæsti hundur ársins

bosse nov

Já það er orðið nokkuð langt um liðið síðan að síðasta sýning fór fram, helgina 16. – 17. nóvember og því ekki seinn vænna að henda inn smá monti.

Pálína varð aftur besti hvolpur tegundar. Hún stóð sig virkilega vel í sýningarhringnum og við vorum örlítið svekktar að fá ekki sæti í Besti hvolpur sýningar, að þessu sinni því hún er jú svo afskaplega fín.

Rán kom sá og sigraði ef svo má að orðið komast. Við höfum verið í smá vandræðum með að fá hana til að sýna sig á sýningunum – henni finnst ekkert alltof gaman að labba í hringi og vera sæt. Hún vill frekar fara út og leika sér og vesenast eitthvað. En á þessari sýningu sýndi hún allt og var ótrúlega falleg og flott. Hún endaði sem besta tík tegundar með Íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þá fékk hún frábæran dóm og tapaði naumlega fyrir pabba sínum – honum Bosse í keppninni um besta hund tegundar.

En Bosse mætti á svæðið í frábæru formi og var algjörlega til fyrirmyndar. Hann varð besti rakkinn og besti hundur tegundar og fékk sitt 5. alþjóðlega meistarastig! Hann gerði svo gott um betur og varð aftur besti hundur í tegundarhópi 3.

Með þessu lauk sýningarferli hans hér á Íslandi, en eftir árið reiknast hann sem 7. stigahæsti hundurinn af öllum tegundum innan HRFÍ auk þess að vera stigahæsti Terrierinn. Ekki leiðinlegt það.

palina

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *