Hvolparnir fara að heiman

Þá er komið að því að hvolparnir fara að heiman. Jón Bjarni fór í gær á Borgarfjörð eystri og í dag mun Jón Oddur fara í reykjanesbæ. Á báðum heimilum eru dýr fyrir, reyndar bara um stundarsakir á Borgarfirði, þar sem tveir langhundar eru í pössun, en í reykjanesbæ eru einnig kisur á heimilinu.

Ég vona bara að nýjum eigendum eigi eftir að ganga rosalega vel og að hvolparnir verið þeim til sóma.

Á miðvikudaginn fór ég svo og sótti Bjarkar Rán, sem er undan Bosse. Hún er í minni eigu en verður á fóðurheimili. Ferðin með hana í bæinn gekk rosalega vel og hún hefur staðið sig með prýði á nýja heimilinu.

 

Velkomin

Vertu velkomin á heimasíðuna. Hér er að finna fréttir og upplýsingar um hunda í okkar eigu eða hunda sem tengdir eru okkar ræktun.

Ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum um hundana, tegundina, væntanleg got eða vilt fá svör við einhverjum spurningum tengdum tegundinni er þér velkomið að hafa samaband í gegnum joninasif(hja)gmail.com og þér verður svarað eins fljótt og auðið er.

Athugið að efni og myndir á síðunni er höfundarréttarvarið, hafiru áhuga á að nýta eitthvað af þessari vefsíðu vinsamlegast hafðu samband.

Hundarnir okkar eru að sjálfsögðu skráðir og ættbókarfærðir í HRFÍ sem er eina hundaræktarfélagið á Íslandi sem er aðili að FCI.