Búnir að opna augun

Þá eru hvolpaskottin búin að opna augun og þá styttist í að friðurinn sé úti. Hvolparnir eru að dafna vel og Rán heldur áfram að standa sig vel í móðurhlutverkinu. Hún er þó farin að vera viljugri í að fara í göngutúra og leika aðeins við Pálínu á milli þess sem hún gefur spenna og þrífur hvolparassa.

Borið hefur á talsverðum áhuga fyrir gotinu, sem er virikilega jákvætt, enda snilldar hundar hér á ferð. Nú eru tveir hvolpar úr gotinu ólofaðir, rakki og tík, áhugasamir geta haft samband við mig í gegnum joninasif (hja) gmail.com

Viku gamlir

Þá eru hvolparnir orðnir viku gamlir. Þeir eru vel sprækir og kröftugir og Rán sinnir þeim ótrúlega vel. Hún víkur varla frá þeim og oftar en ekki er erfitt að fá hana til að koma út.

Nú bíðum við bara spennt eftir því að þeir fari að opna augun.

Annars er rétt að benda þeim sem gleymdu að skrá á sýninguna að skráningafrestur hefur verið framlengdur til kl 15:00 á morgun mánudag.

20140126-151003.jpg

Hvolpar fæddir

Rán fór að mása og blása aðfara nótt laugardagsins 18. jan. Um klukkan 16.30 fór að bera á smá rembingi og kl 18 fór vatnið. Stuttu seinna kom fyrsti hvolpurinn í heiminn, lítill og nettur rakki. Síðan komu þeir hver af öðrum, samtals fimm hvolpar, þrír rakkar og tvær tíkur á einni klukkustund og fimmtán mínútum.

Hvolparnir voru strax mjög sprækir og fóru sjálfir á spena. Rán fór strax að sinna þeim líkt og hún hefði aldrei gert annað. Algjör fyrirmyndar mamma.

Nú þegar hafa einhverjar fyrirspurnir borist vegna gotsins, en þeir sem hafa áhuga á að bæta einum yndislegum Border Terrier í fjölskylduna geta haft samband við mig í gegnum joninasif hja gmail.com.

Hér eru svo myndir af krílunum.

Rán og hvolparnir