Vá þvílíkur dagur á hundasýningunni á enda. Við hófum leik snemma í morgun þar sem 4 hvolpar undan Bosse voru sýndir. Pálína stóð sig ótrúega vel og gerði allt eins og hún átti að gera og ekki að sjá að hún hafi verið á sinni fystu sýningu. Hún vann systkini sín og varð besti hvolpur tegundar. Í lok dags keppti hún í keppninni um besta hvolp dagsins og gerði sér lítið fyrir og vann þá keppni. Dómarinn sem dæmi tegundina, Hans van de Berg var ákaflega ánægður með hana og skrifaði meira að segja í dóminn ,,I like her a lot” auk þess að hrósa því hversu vel þjálfuð hún væri. Dómurinn hennar var í heildina frábær! Dómarinn sem dæmdi Besta hvolp dagsins var einnig mjög ánægð með hana og hrósaði henni mikið! Björt framtíð í vændum hjá Pálínu!
Næstur inn í hringinn á eftir Pálínu var Marteinn (Ixilandia Amigo Lucky Day). Hann var sýndur af Sólrún sem er fóðureigandi Ránar. Þau stóðu sig ákaflega vel og voru flott saman í hringnum. Hann fékk Very Good og góða umsögn.
Því næst var komið að Bosse (Sub Terram Apple Jack), hann átti eitt stig eftir til þess að verða Alþjóðlegur meistari og því var mikil spenna í loftinu. Hann ákvað að sýna sína bestu hlið og heillaði dómarann alveg upp úr skónum! Hann endaði sem besti rakki tegundar og fékk sitt síðasta alþjóðlega stig og er því nú kominn með nýjan titil í safnið CIB! Síðar keppti hann við bestu tík tegundar, hann sló ekkert af og var í miklu stuði og vann tegundina með stæl. Dómarinn gaf sér langa stund til að spjalla um Bosse og Pálínu en hann hreyfst mjög af þeim tveim.
Á eftir Bosse kom Rán, sem var algjörlega feldlaus að þessu sinni og setti dómarinn út á það, hann sagðist vilja hafa hana í sýninarástandi og gaf henni því very good, en flottan og lofandi dóm. Næst kom feitabollan okkar hún Táta, Honum leist ekkert á hana, fannst hún alltof feit. Það kemur að því að hún verður sýnd í sínu rétta ástandi. En dómurinn var þó góður, enda fallegur hundur undir öllu þessu spiki 😉
En dagurinn var allt í allt æðislegur enda fátt sem toppar að eiga besta hvolpinn og vinna grúbbuna. Ég er líka afskaplega ánægð með það hversu vel þau sýndu sig (eins og sjá má á næstu mynd).
Næsta sýning fer fram helgina 16. -17. Nóvember. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri sýningu ættu að snyrta hundna eigi síðar en 20 sept. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um sýningarnar, þjálfun eða reytingu er velkomið að hafa samband!