Erlendis: Bosse

CIB IsCH Rw-13 Sub Terram Appel Jack – Bosse

 

 

Uppfært, Bosse er nú fluttur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann verður notaður í ræktun, hann hefur þegar mætt á nokkrar sýningar orðið BOB og BOS auk þess að vera orðinn sænskur meistari. Undirbúningur fyrir veiðipróf er þegar hafinn og stendur hann sig vel! Við söknum Bosse mikið, en erum heppin að eiga góða einstaklinga undan honum hér á Íslandi.

Bosse er innfluttur Svíþjóð. Hann hefur hlotið Excellent og Íslenskt og alþjóðlegt meistarastig, hann varð BOS á fyrstu sýningunni sinn hér auk þess sem hann vann unghunda flokkinn á sýningunni á Gotlandi helgina 27-28 ágúst 2011. Hann er jafnframt Íslenskur sýningarmeistari.

Hann er einstaklega skapgóður hundur með mikinn karakter. Hann er rólegur innan dyra og en elskar að hlaupa úti og er virkilega sprettharður. Hann er duglegur í vinnu og hefur gott nef í spori og veiði, þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikla þjálfun hingað til, endan nokkuð ungur hundur.

Bosse semur vel við aðra hunda bæði rakka og tíkur og er mjög meðfærilegur að öllu leyti og alltaf gaman að hafa hann með sér, enda vekur hann allstaðar kátinu, enda ljúfur og blíður. Hann er líka alveg einstaklega kelinn, og finnst fátt betra en að fá að knúsast.

Bosse verður á Íslandi fram á haustið 2013 en fer svo aftur til Svíþjóðar þar sem hann verður sýndur, notaður  veiði og ræktun. Hann er sannarlega góður einstaklingur í gengpollinn hér á Íslandi.

Árangur: Alþjóðlegur meistari, Íslenskur meistari og RW-13. Besti hundur tegundar x3 og Besti hundur í tegundarhópi 3 (auk þess að ná þar öðru og þriðja sæti).

bosseportret

 

bosse nov

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *