Ó svo langt frá síðasta pósti

Já það hefur heldur betur margt verið upp á teningunum síðan ég póstaði hér síðast – alveg heilir sex hvolpar sem eru fæddir og farnir að heiman, hundasýning og heilt sumar!

Um síðasta got, hvolpana og Pálínu má lesa hér: Átta vikur frá sjónarhorni ræktanda  en í stuttu máli sagt gekk gotið rosalega vel. Hvolparnir voru eins og fyrr segir sex talsins, tveir rakkar og fjórar tíkur. Þau eru öll komin með heimili. Hvolparnir voru mjög sprækir og Pálína var ótrúlega góð mamma. Hinsvegar var svolítið áhuga vert tvist á þessu goti, en áætlaður faðir hvolpana var Sixten, en hann var flutturinn m.a. fyrir þessa pörun, en svo vildi ekki betur til en svo að Fálki – Ixilandia Fljúgðu Fálki paraði Pálínu líka og voru allir hvolparnir hans.

DSC_5901

Í sumar var einnig haldin tvöföld útisýning sem gekk afskaplega vel. Fyrri aginn var Reykjavík winner sýning og daginn eftir var alþjóðleg sýning. Fálki vann tegundina báða dagana og hlaut því einn titil, tvö íslensk meistarastig og alþjóðlegt meistarastig, hann vann líka tegundarhóp 3 seinni daginn. Kría fékk íslenskt og alþjóðlegt stig og Sixten keppti um besta öldung sýningar báða dagana.

Annars hefur sumarið á þessum bæ farið meira og minna í að sinna hvolpum og ný stofnuðu fyrirtæki. Endilega kíkið á heimasíðu hestaleigunar: www.reidtur.is og finnið okkur á Instagram/Facebook.

Þá má líka nefna það að Rökkurdís mun vera fulltrúi tegundarhóps 3 í nýrri seríu hundaþátta sem sýndir verða á stöð 2 í september.

DSC_5687-2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *