Þann 27. des fæddust 6 hvolpar undan Rökkvu og Quattro, fimm tíkur og einn rakki. Þrír hvolpar voru Blue and tan og þrír Grizzle and tan. Rökkvu og hvolpunum heilsast vel. En þó hefur gengið hægt hjá sumum þeirra að þyngjast en það virðist vera á réttri leið núna.
Áhugi á tegundinni hefur farið vaxandi síðustu ár. Það hafa margir haft samband og óskað eftir hvolpi úr gotinu en við erum núna að fara yfir og hafa samband við þá sem eru á lista og hafa beðið hvað lengst. Ekki svo að skilja að það gildi eingöngu fyrstur kemur fyrstur fær. Við þurfum líka að taka mið af því hvaða eigendur/heimili gætu hentað fyrir einstaklingana í þessu goti.
Við vonumst eftir því að einhver þessara hvolpa muni láta til sín taka á sýningum, í hlýðni, agility og/eða við veiðar. Border terrierinn er neflilega ákaflega fjölhæfur hundur og við vonumst eftir því að hvolparnir fái heimili þar sem hæfileikar þeirra og kostir fái að njóta sín.
Bestu kveðjur,
Jónína Sif