Rán x Sixten

Rán verður pöruð með NORDUCH J Sub Terram Mr Muscle – Hvolpar fæddir 22. febrúar 2015, tvær tíkur og einn rakki!

Um er að ræða mjög spennandi got með rakka sem væntanlegur er til landsins í ágúst. Sixten eins og hann er kallaður er einn sigursælasti border terrierinn á Årets Border sem er Border Terrier sérsýning haldin einu sinni á ári. Sixten er undan Ajax sem fluttur var hingað fyrir nokkrum árum, hann dó því miður stuttu eftir komuna hingað en náði þó að para tvær tíkur og komu samtals 6 hvolpar úr þeim gotum.

Putti – Ixilandia Chasing the Cat sem er faðirinn af síðasta goti, er einmitt hálfbróðir Sixten. Það got hefur þegar sannað sig og er ég ákaflega ánægð með alla þá hvolpa sem eru þó ólíkir eins og eðlilegt er þegar um svo óskylda einstaklinga er að ræða eins og Rán og Putti eru. Þetta got verður einnig got milli tveggja óskyldra einstaklinga.

Ástæðan fyrir því að ég vel að taka Sixten til landsins til ræktunar þrátt fyrir að pabbi hans hafi þegar verið hér, er aðallega sú að Ajax var frábær hundur og flest það sem undan honum kom, sama má segja um Sixten sem 10 ára gamall hefur aldrei glímt við veikindi og hefur þegar gefið ákaflega góð afkvæmi auk þess að vera úrvals hundur. Þetta eru upplýsingar sem liggja ekki alltaf fyrir þegar ungir hundar eru notaðir.

Þá er líka mikilvægt að hafa í huga að móðurlína Sixten er ákaflega spennandi og óskyld Bosse sem hefur verið notaður talsvert í ræktun, þó er skyldleiki við Wilmu, sem hefur verið minna notuð og einungis eru til rakkar undan.

Mamma Sixten, hefur gefið ótrúlega mikið af glæsilegum hundum og má meðal annars nefna Multi Ch Sub terram Pang På Rödbetan. Hún er líka með þeim allra skörpustu veiðihundum sem fyrir finnast og má segja það sama um vel flest hennar afkvæma.

Pabbi Sixten Ajax, var rosalegasti veiðihundur sem ég hef séð og ég varð vitni að því þegar hann lauk norðurlanda veiðimeistara titlinum sínum í Svíþjóð og sá hann vinna bæði greifingja- og refagreni auk þess að fara í villisvín og spora upp á 100% þessi hundur hét Ajax og var fæddur í Tékklandi en var svo fluttur til Svíþjóðar og endaði síðan lífdaga sína hér.

Ég á ekki von á öðru en þetta verði ákaflega vel gerðir hundar með mikinn veiðiáhuga. Í þessu goti verða líkur á bláum hvolpum þó svo að Grizzel liturinn sé líklegri.

Hvolparnir eru væntanlegir í byrjun nýs árs.

Væntanleg ættbók
Hvolpar NORDUCH J
Sub Terram Mr Muscle
Grizzle and Tan
Sweden
2004
NORDJ(g)CH SVCH J
Ajax Z Tyrolské Obory
Grizzle and Tan
Czech Republic
2003
Barry Argus Mapel
Grizzle and Tan
Czech Republic
1999
Arina z Maníkovické lesovny
Czech Republic
FI J(G)CH J SE J(G)CH SE VCH
Sub Terram Tjugofyra Karat
Blue and Tan
Sweden
2001
SE UCH
Plushcourt Law Lord
Grizzle and Tan
United Kingdom
1994
SJ(g)CH FINJ(g)CH J
Sub Terram Så Ska Det Låta
Grizzle and Tan
Sweden
1999
Bjarkar Rán
Grizzle and Tan
2012
CIB, IScH, Reykjavík winner 2013
Sub Terram Apple Jack
Grizzle and Tan
Sweden
2010
J
Sub Terram Ooops
Blue and Tan
Sweden
2009
SUCH DKCH SJ(g)CH FINJ(g)CH SVCH J
Sub Terram Rockar Fett
Grizzle and Tan
Sweden
2005
Sólskinsgeisla Keisara Kolbrá
Iceland
2008
Örvikens Monke
Grizzle and Tan
Sweden
2005
Currabell Mystic Legend
Blue and Tan
Ireland
2006
This pedigree was generated by