Hvolparnir dafna vel

Nú eru hvolparnir orðnir rúmlega þriggja vikna. Þeir dafna vel og eru farnir að fá auka mat ásamt því að vera á spena. Þá eru þeir farnir að fara upp úr hvolpakassanum og byrjaðir að leika sér töluvert. Rán sinnir þeim afskaplega vel, enda frábær mamma, en hún er þó farin að leyfa sér að vera örlítið í burtu og leika við Pálínu, en fyrstu tvær vikurnar vék hún varla frá hvolpunum.

IMG_2440-1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *