Hvolpar fæddir!

Í gær, fimmtudaginn 22. febrúar gaut Rán þremur fallegum hvolpum, tveimur tíkum og einum rakka. Hvolparnir eru ákaflega sprækir og mamman sinnir þeim vel. Þeir voru fljótir að komast á spena og eru öflugir á barnum. Rán passar vel uppá þá og má helst ekki vera að því að borða, ekki nema henni sé réttur einn og einn biti, öll athygli hennar er á hvolpunum og hún vill helst ekki fara út að pissa.

Læt fylgja með eina mynd af Rán og hvolpunum.

ranhvolpar1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *