Rökkurdís x Bosse

Rökkurdís x Bosse voru pöruð í ársbyrjun 2013 – Fæddar tvær tíkur 6. apríl 2013: Ixilandia Hrafnkatla (Pálína) og Ixilandia Hrafntinna (Emma). Báðar Blue & Tan.

Hrafnkatla (Pálína) hefur verið sýnd og var besti hvolpur sýningar á sinn fyrstu sýningu.

aDSC_0460

Í ættbókinni þeirra er mikið af fallegum hundum. Má þar nefna t.d. Brannigan Of Brumberhill, sem er línuræktaður  á nokkrum stöðum í 7 – 9 lið, Dandyhow April Fool og Scots Guardsman sem er mjög sterkur á bak við Rökkurdís sérstaklega, en línuræktun á hann skapaði FINBCH UVV94 DKCH SCH INTCH FINCH NORDCH NCH KLBCH NORV96, CIB, Multi-Ch. Foxforest Taste of Wisky sem er sameiginlegur forfaðir hvolpana í 4 og 5 ættlið. Áhugavert er að huga að því að þarna blandast saman mjög sterkar línur frá Tékklandi, Englandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku.

Hvolparnir verða að öllum líkindum Grizzel and Tan, þó geta komið blue and tan og/ eða rauðir. Líkurnar eru hinsvegar mestar Grizzel and Tan.

Þetta er mjög spennandi got og verður gaman að sjá hvernig þessar línur munu raðast saman. Auk þess eru Rökkurdís og Bosse bæði ákaflega fallegir og vel byggðir hundar með rosalega gott skap. Leik og vinnugleðin er mikil og það er ljóst að veiðigenið hefur haldist í þeim. Þetta verða því án efa mjög fjölhæfir hundar sem undan þeim munu koma.

Þetta got verður að öllum líkindum síðasta got Rökkurdísar. Þeir sem þegar hafa áhuga á hvolpi úr þessu got geta haft samband við joninasif(hja)gmail.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *