Rökkurdís BOB, BIG2 og BÖS 2

Síðasta sýning ársins fór fram fyrstu helgina í Nóvember, 11 border terrierar voru skráðir til leiks. Espen Engh var dómarinn að þessu sinni. Fyrstu í dómhring var Fálki hann fékk Excellent og lenti í öðru sæti í sínum flokk, umsögin sagði meðal annars: „Very smart outline, standing. Strong masculine head. Excellent neck. Excellent topline and tailset. Næst var svo Sixten, hann fékk einnig excellent, meistaraefni og alþjóðlegt meistarastig. Umsögnin hans sagði meðal annars: „10 years old dog of excellent type and quality. Typical otterhead. Firm topline and tailset. Typical harsh coat … excellent coat quality.”

Næst kom Kría, hún fékk very good, en dómaranum fannst hún full hvolpaleg (10mán) „Strong bitch head. Long neck. Needs to firm up. Good tailless, well angulated, good coat quality.” Þar á eftir kom Pálína, sem dómaranum leist ekkert alltof vel á af einhverri undarlegri ástæðu. Hún fékk very good, Feminine enough, short skull, Pleasing expression, strong neck, enough angulations. Rán var næst og hún heillaði dómarann fékk excellent og varð önnur í sínum flokk. Þvi miður tapaðist umsögnin hennar.

Rökkurdís var hinsvegar stjarnan eins og svo oft áður, hún fékk flotta umsögn og endaði sem besti hundur tegundar, varð önnur í tegundarhópi 3 og annar besti öldungur sýningar! Þvílíkur meistari!

En ég þakka öllum sem mættu á sýninguna og hjálpuðu til við að gera þennan dag góðan og eftirminnilegan!

rokkurdisnov2014