Sixten á leið til landsins!

NORDUCH J Sub Terram Mr Muscle: Sixten er vætnanlegur til landsins!

Sixten er einn sigursælasti Border Terrierinn í sögu Årets Border, sem er sérsýning fyrir Border Terrier, haldin árlega í Svíþjóð. Hann er undan Ajax sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Hann dó því miður stuttu eftir komuna hingað en náði þó að para tvær tíkur og komu samtals 6 hvolpar úr þeim gotum.

Ástæðan fyrir því að ég vel að taka Sixten til landsins til ræktunar þrátt fyrir að pabbi hans hafi þegar verið hér, er aðallega sú að Ajax var frábær hundur og flest það sem undan honum hefur komið. Sama má segja um Sixten sem er 10 ára gamall hefur aldrei glímt við veikindi og hefur þegar gefið ákaflega góð afkvæmi auk þess að vera úrvals hundur. Þetta eru upplýsingar sem liggja ekki alltaf fyrir þegar ungir hundar eru notaðir og/eða fluttir inn til landsins.

 

bd

Á myndinni er hann BOS á Årets Border

Þá er líka mikilvægt að hafa í huga að móðurlína Sixten er ákaflega spennandi og mamma Sixten, hefur gefið ótrúlega mikið af glæsilegum hundum og má meðal annars nefna Multi Ch Sub terram Pang På Rödbetan. Hún er líka með þeim allra skörpustu veiðihundum sem fyrir finnast.

Sixten hefur alla sína ævi búið hjá sömu fjölskyldunni, en vegna veikinda þar, þarf hann að flytja. Ulrika Berge, ræktandinn hans bauð mér að taka hann, enda full viss um að hann geti bætt við stofninn hér. Þrátt fyrir háan aldur miðað við margar tegundir gerum við ekki ráð fyrir öðru en hann eigi nokkur góð eftir. Hann hefur þegar gengist undir læknisskoðun og sæðispróf og allt er eins og það á að vera.

Sixten er norðurlanda sýningarmeistari og hefur klárað veiðipróf. Ég kynntist honum ágætlega sumarið 2007 þegar ég var í Svíþjóð og heillaðist mjög af honum. Hann fylgdi okkur á nokkrar sýningar það sumar og gekk mjög vel.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Sixten sem er eins og fyrr segir 10 ára gamall, er í leit að fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Hann þarf að fá reglulega hreyfingu en umfram allt ást og umhyggju í ellinni. Hann er sprækur og þolir langar göngur og mikla útivist, en er líka afskaplega kelinn og rólegur innandyra. Áhugasamir mega endilega hafa samband við mig í gengum joninasif@gmail.com

Rökkurdís stjarna í nýrri auglýsingu

Rökkurdís leikur eitt aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu Vínbúðarinnar.   Screen Shot 2014-07-08 at 22.41.48-1 (Smellið á myndina til að opna videoið) Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu verkefni, sérstaklega vegna þess að Rökkurdís stóð sig svo ótrúlega vel. Hún gerði allt sem beðið var um, eins og við hefðum eitt mörgum mánuðum í að þjálfa. Það var hinsvegar ekki raunin því þessu var reddað svona eiginlega á síðustu stundu. En þessi elska er svo ótrúlega vel gefin að það kom ekki að sök og minnir mann bara á að það er hægt að kenna Border Terrierum nánast allt! Ég minni svo á að það styttist í að það þurfi að snyrta hundana fyrir næstu sýningu en hún fer fram dagana 6-7. september, svo best er að reyta núna um helgina eða þá næstu.