Myndir

Vildi bara benda ykkur á að nýjar myndir af hundunum birtast reglulega undir flipanum Myndir.

Þessi kom ný inn á síðuna í dag. En litlu pæjurnar eru farnar að opna augun og því styttist sennilega í að lætin fari að aukast í hvolpakassanum.

DSC_0332

Hvolparnir fæddir!

DSC_0239Laugardaginn 6. apríl gaut Rökkurdís þremur hvolpum. Tveimur tíkum og einum rakka. Því miður þá lifði rakkinn ekki. En tíkunum heilsast vel, þær stækka hratt og eru kröftugar. Svo skemmtilega vill til að þær eru báðar Blue and tan á litinn, sem er mjög ólgengt hér á landi og eru fyrstu tíkurnar fæddar hér á landi af þessu litar afbrigði.

Rökkurdís sinnir þeim af stakri prýði og er mikil mamma, það er rétt núna rúmri viku eftir að þær fæddust sem hún gefur sér tíma til að stíga upp úr hvolpakassanum og litast um á heimilinu. En fyrstu dagana var varla hægt að ná henni uppúr kassanum til að fara út að pissa.

Þeir sem hafa áhuga á hvolpi úr þessu goti geta sett sig í samband við mig á netfangið joninasif(hja)gmail.com DSC_0285