Betra seint en aldrei sagði einhver og því er ekki úr vegi að senda loksins inn upplýsingar frá síðustu sýningu sem fór fram helgina 23 og 24 febrúar. En Bosse átti ákaflega góðan dag og varð besti hundur tegundar með alþjóðlegt meistarastig. Hann varð svo 3 í tegundarhóp 3. Dómurinn sem hann fékk var vægast sagt mjög flottur. Það var þó ekki auðsótt, því dómarinn Hanne Laine Jensen frá Danmörku var mjög ströng og gjafmild á bláuborðana og fengu flestir hundarnir að finna fyrir því þar á meðal Rán, sem fékk very good, en ákaflega fína umsögn.
Wilma hins vegar mætti á svæði nokkrum (eða mörgum) kílóum of þung, en engu síður falleg og sjarmerandi. Dómarnum leist vel á hana en hafði orð á auka kílóunum og kallaði hana ,,lilla matsvin” og kleyp í fellingarnar en gaf henni engu að síður excellent og heiðursverðlaun. Hún fór því ningar og keppti um besta öldung sýningar en náði ekki sæti í þeirri keppni. En kannski næst, ef einhver kíló verða farin…
Annars er það að frétta að allt bendir til þess að Rökkurdís eigi von á hvolpum í apríl byrjun. Hún er farin að þykkna örlítið og lætur lítið fyrir sér fara í leik og starfi en vill mikla ást og helst vera í fanginu á okkur allan daginn. En frekari fréttir af henni koma þegar nær dregur.
Þá er réttast að geta þess að hvolparnir undan Wilmu og Bosse urðu árs gamlir núna á laugardaginn og af því tilefni óska ég þeim og eigendum þeirra innilega til hamingju með afmælið.
Bestu kveðjur,
Jónína Sif