Búnir að opna augun

Þá eru hvolpaskottin búin að opna augun og þá styttist í að friðurinn sé úti. Hvolparnir eru að dafna vel og Rán heldur áfram að standa sig vel í móðurhlutverkinu. Hún er þó farin að vera viljugri í að fara í göngutúra og leika aðeins við Pálínu á milli þess sem hún gefur spenna og þrífur hvolparassa.

Borið hefur á talsverðum áhuga fyrir gotinu, sem er virikilega jákvætt, enda snilldar hundar hér á ferð. Nú eru tveir hvolpar úr gotinu ólofaðir, rakki og tík, áhugasamir geta haft samband við mig í gegnum joninasif (hja) gmail.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *