Ég trúi varla að þetta sé satt! En jú hvolparnir eru orðnir 4. vikna og hafa þroskast vel. Þeir eru farnir að borða alvöru hundamat, en ekki drekka ekki bara mjólk og eru aðeins farnir að fá að fara upp úr hvolpa kassanum og vera hér frammi hjá okkur. Þeim heilsast öllum vel og bera þess öll merki að verða skemmtilegir einstaklingar í framtíðinni.
Rán er ennþá dugleg að sinna þeim og þrífur allt sem frá þeim fellur. Hún er nú líka stundum alveg til í að fá smá pásu enda eiga þeir það til að vera svolítið aðgangs harðir við hana.
Nýjar myndir eru komnar í myndaalbúmið.