Rökkurdís kom sá og sigraði!

Já sýningin um síðustu helgi gekk heldur betur vel.

 

Fyrstur til að fara inn í hringinn að þessu sinni var Marteinn, hann var í flottu formi og sýndi sig vel. Dómarinn Branislav Rajic frá Slóvakíu var mjög ánægður með hann og gaf honum excellent og meistara efni. Hann endaði svo sem annar besti rakki tegundar, með flottan dóm og var dómarinn sérstaklega ánægður með hreyfingarnar. Putti, mætti líka á sýninguna og var í flottu formi, en af einhverri ástæðu hafði hann ekki mikinn hug á því að sýna sig að þessu sinni. Hann fékk engu að síður flottan dóm og hrósaði dómarinn honum sérstaklega fyrir feldgerð og vinkla.

Pálína var líka í miklu stuði, þetta er í fyrsta sinn sem hún mætir á sýningu, ekki sem hvolpur. Dómarinn heillaðist mjög af henni og gaf henni afskaplega góða umsögn og sagði hana hafa þroskast vel, vera sterkbyggða, kvennlega með ákaflega fallegt höfuð og byggingu. Þá fannst honum feldurinn og hreyfingarnar vera til fyrirmyndar. Hreint útsagt frábær dómur fyrir 10 mánaða hund. Hún fékk einkunina excellent, meistaraefni og varastig til alþjóðlegsmeistara!

Þá ákvað ég að mæta með Rökkurdís í öldungaflokk en hún hefur ekki mætt á sýningu síðan 2009. Gamlan, sem er nú á níunda ári, var sko greinilega búin að fá sig fullsadda af því að fá ekki að taka þátt á sýningum! Það var ljóst frá því að við komum inn í sýningarhöllina að hún væri í stuði og það var ótrúlega gaman að mæta með hana aftur í hringinn enda er hún í frábæru formi og ekki að sjá að hún sé orðin þetta gömul. Dómarinn  átti ekki til orð yfir hana og sagði meðal annars í dómnum „Brilliant bitch in a brilliant condition“.

Rökkurdís gerði sér lítið fyrir og vann tegundina! Hún fór svo og keppti um besta hund í tegundarhópi 3 og vann það líka. En fékk því miður ekki sæti í Best in show en telst þó til 10 bestu hundana á þessari sýningu.

1780882_10152281035276565_67986308_n

4. vikna

Ég trúi varla að þetta sé satt! En jú hvolparnir eru orðnir 4. vikna og hafa þroskast vel. Þeir eru farnir að borða alvöru hundamat, en ekki drekka ekki bara mjólk og eru aðeins farnir að fá að fara upp úr hvolpa kassanum og vera hér frammi hjá okkur. Þeim heilsast öllum vel og bera þess öll merki að verða skemmtilegir einstaklingar í framtíðinni.

Rán er ennþá dugleg að sinna þeim og þrífur allt sem frá þeim fellur. Hún er nú líka stundum alveg til í að fá smá pásu enda eiga þeir það til að vera svolítið aðgangs harðir við hana.

Nýjar myndir eru komnar í myndaalbúmið.