Styttist í sýningu

Sixten kallinn, er kominn úr eingangrun og virðist kunna vel við Ísland. Hann er komin með frábært heimili, en ég hef samt fengið að hafa hann örlítið hjá mér og er hrikalega ánægð með kappann. Hann er alveg ótrúlega ljúfur og tekur þessum flutningum með miklu jafnaðargeði og nú get ég hreinlega ekki beðið eftir að para hann með Rán – þvílíkir eðalhvolpar sem eiga eftir að koma úr því goti.

En að öðru, nú styttist í sýningu og því er um að gera fyrir þá sem ætla að taka þátt að fara að snyrta hundana sína og þjálfa þá. Sýningin verður haldin fyrstu helgina í Nóvember. Skráningarfrestur rennur út næsta föstudag.

DSC_9471-1-2