Lagotto: fyrsta gotið fætt

Það er gaman að segja frá því að fyrsta Lagotto gotið fæddist þann 28. sept 2012. Í gotinu komu 11 hvolpar, einn kvaddi heiminn tveimur dögum seinna en hinir eru allir ákaflega sprækir. í gotinu eru 5 rakkar og 5 tíkur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta got nánar geta haft samband við Hönnu sleggjubeina@gmail.com eða á www.sleggjubeina.weebly.com

Á sama tíma er leiðinlegt að segja frá því að ekkert kom útúr gotinu hjá Rökkurdís og Bosse. Pörunin verður endurtekin við fyrsta tækifæri.