Væntanlegt got 2020/2021

Það er virkilega ánægjulegt að geta skrifað þessar línur en við eigum von á hvolpum í kringum áramótin.

Við ákváðum að endurtaka pörun síðasta árs og para aftur Int ch. Rökkvu (Pálína x Fálki) og innflutta snillinginn Multi ch. Musical’s Quattro. Síðasta got kom vel út og hafa báðar tíkurnar úr því goti dafnað vel. Þær eru nýlega orðnar ársgamlar en því miður hefur ekki verið hægt að mæta með þær á sýningu sökum ástandsins.

Rökkva er einstakur hundur og stóð sig frábærlega í móðurhlutverkinu fyrir ári síðan, við erum því virkilega spennt að sjá hvað kemur út úr þessu goti.

Quattro hefur þegar sannað sig bæði sem heimilis-, sýninga-, og undaneldishundur og mun vonandi gefa eitthvað af sínum bestu genum til væntanlegra hvolpa.

Þeir sem hafa áhuga á að vera á lista yfir mögulega kaupendur geta sent mér línu á joninasif@borderterrier.is