Sixten kemur úr einagrun á morgun

Já loksins er þessi mánuður á enda, er orðin mjög spennt að hitta Sixten. Það verður ljúft að knúsa höfðingjan og leyfa honum að hlaupa um eftir veruna í einangrun. Sixten verður væntanlega hjá mér fyrstu dagana en ég er enn að leita eftir heppilegu heimili fyrir hann. Mér finnst hann eiga skilið að fara á heimili þar sem hann fær alla athyglina, hér er mikil samkeppni og hvolpar af og til, svona meistarar eiga bara að fá að hafa það náðugt með fjölskyldu/eiganda sínum.

En annars er ekkert mál að vera með hann í kringum aðra hunda, hann er skapgóður og vanur börnum enda hefur hann búið með ósköp venjulegri fjölskyldu síðan hann var 8 vikna gamall.

Eins og aðrir Border Terrierar þarf hann ágæta hreyfingu, auk þess sem fósturfjölskyldan þarf að vera tilbúin í samstarf í kringum sýningar, snyrtingar og stelpumál þar sem ég geri ráð fyrir að nota hann í ræktun, þrátt fyrir að hann sé ný orðinn 10 ára gamall. Sixten hefur alla tíð verið heilsuhraustur og aldrei þurft til dýralæknis nema til að fara í bólusetningar og slíkt, svo ég geri fastlega ráð fyrir því að hann eigi nokkur góð ár eftir.

En á morgun fæ ég hann loksins og get varla beðið eftir því að fá hann 😀

10609664_10152803786215676_1975520333455147868_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *