6. vikna

Nú eru hvolparnir orðnir sex vikna og styttist í að þeir fari að fara að heiman, sem er eiginlega ótrúlegt því mér finnst þeir svo ný fæddir. Þessa dagana taka þeir ótrúlega miklum þroska framförum og verða hundslegri með hverjum deginum sem líður. Góða veðrið síðustu daga hefur einnig lagast vel í þá, en þeir hafa fengið að vera mikið út sem þeim finnst ákaflega gott. Þá eruð þeir aðeins farnir að kynnast hinum hundunum á heimilinu, í návígi. Pálína er full mikill stuðbolti fyrir þá ennþá og sækja þeir meira í Bosse. Rán sinnir þeim ennþá ótrúlega vel og er mikil mamma.

Eins og er er einn rakki ólofaður. Endilega hafið samand hef þið hafið áhuga á að bæta einum snillingi við fjölskylduna. 

Síðan voru að bættast við fullt af myndum í myndaalbúmið 🙂

Image

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *