Nú um helgina (25. – 26. ágúst) fór fram hundsýning á vegum HRFÍ. 10 Border terrier hundar voru skráðir til leiks að þessu sinni. 5 hvolpar undan Bosse voru sýndir, þeir fengu allir heiðursverðlaun. Ixilandia Jón Oddur fékk frábæran dóm og endaði í 3ja sæti. Bjarkar Rán fékk einnig frábæran dóm og lenti í örðu sæti.
Bosse vann rakkana og fékk sitt þriðja Íslenska meistarastig – hann er því orðinn Íslenskur meistari. Hann fékk einnig sitt annað alþjóðlega meistrastig og vantar því tvö upp á að verða alþjóðlegur meistari. Hann endaði svo daginn á því að verða annar besti hundur tegundar.
Dómarinn var Harry Tast frá Finnlandi og leist honum mjög vel á hópinn.
Næsta sýning er 17.- 18. nóvember 2012, skráningarfrestur rennur út föstudaginn 19. október. Þeir sem ætla að sýna í nóvember ættu að reyta hundana í kringum 20. september.